
Vefsíðugerð og uppsetning netverslana
Við bætum sýnileika fyrirtækja á netinu með öflugum vefsíðum og uppsetningu á vefverslunum.

ÞJÓNUSTA VIÐ FYRIRTÆKI AF ÖLLUM STÆRÐUM
Við sérhæfum okkur í að bæta sýnileika fyrirtækja á netinu með hönnun á notendavænum, glæsilegum vefsíðum og uppsetningu netverslana á Shopify. Áralöng reynsla og náið samstarf við Sahara gerir okkur kleift að veita alhliða þjónustu sem samþættir hönnun, þróun og stafræna markaðssetningu.
Okkar hlutverk er að hjálpa fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum að blómstra á netinu. Samstarf við Klick færir fyrirtækinu hraðari vöxt og aukna velgegni í stafræna heiminum.

+200
Vefsíður
Frá stofnum höfum við skilað af okkur yfir
200 verkefnum.
10+
Ára reynsla
Sérfræðingar Klick hafa yfir 10 ára reynslu í stafrænnni markaðssetningu og vefsíðuhönnun.
REYNSLAN SKILAR ÁRANGRI
Við höfum unnið að yfir 200 vefsíðuverkefnum fyrir fjölbreyttan hóp fyrirtækja, bæði hér á landi og erlendis. Sem vottaðir samstarfsaðilar Duda, Klaviyo og Mailchimp nýtum við okkur öflugar lausnir við vefhönnun og markaðssetningu.
SVONA VIRKAR FERLIÐ
Við tökum hlutina föstum tökum með skýru ferli og erum með opið samtal allan tímann. Hjá Klick færðu ekki einungis nýja vefsíðu heldur gengur að samstarfi sem byggir á reynslu, skýrri sýn og markmiðum sem skipta máli.
SKREF 1
Nálgun, markmið og væntingar
Við leggjum áherslu á að skilja hver markmiðin eru, hver viðskiptavinurinn er og hvaða árangri hann vill að vefsíðan skili.
Við setjum fram raunhæfar væntingar með skýrri verkáætlun þar sem áherslan er á góða notendaupplifun og árangur fyrirtækisins.
SKREF 2
Vefsíðuhönnun
Við vinnum með hönnun sem setur notandann í fyrsta sæti og tryggir að flæðið á síðunni styðji jafnframt við markmið fyrirtækisins.
Við notum Shopify, eða sérsniðnar lausnir eftir þörfum, þannig að vefurinn verði auðveldur í notkun, bæði fyrir viðskiptavini og fyrirtækið sjálft.
SKREF 3
Efnissköpun
Við hjálpum fyrirtækjum að skapa efni sem fangar athygli – hvort sem er í formi mynda, texta, myndbanda eða annars sem þarf til að koma fyrirtækinu og vörum þess á framfæri.
Ef frambærilegt efni er til staðar hjálpum við til við að aðlaga það að nýja vefnum.
SKREF 4
Stafræn markaðssetning
Við aðstoðum fyrirtæki við að setja upp og keyra stafrænar herferðir sem byggja upp sýnileika og umferð um vefsíðuna.
Við vinnum með leitarvélabestun (SEO), auglýsingaherferðir á netinu og höfum umsjón með póstlista-markaðssetningu sem styður við markmið fyrirtækisins og eykur sölu.
TRYGGÐU FYRIRTÆKINU BETRI ÁRANGUR MEÐ VEFSÍÐU FRÁ OKKUR
Sérfræðingar Klick sérhæfa sig í vefsíðugerð þar sem áherslan er í senn á fallegt yfirbragð og notendavæna framsetningu sem auðvelt er að viðhalda.
Klick veitir alhliða þjónustu, allt frá að uppsetningu á heildarútliti og framleiðslu á efni í samræmi við ásýnd fyrirtækisins að stuðningi við stafræna markaðssetningu á netinu.
Klick vefsíður
Einföld vefumsjón
Minni kostnaður
Alhliða stuðningur
Aðstoð við efnissköpun
Lenda ofar í leitarniðurstöðum
Áhersla á stafræna markaðssetningu
Vefverslunin blómstrar með shopify-lausnum
Sérfræðingar Klick sérhæfa sig í uppsetningu og umsjón með Shopify netverslunum þar sem áherslan er á notendavænt viðmót sem bætir upplifun af því að versla við fyrirtækið.
Auk þess búum við yfir víðtækri reynslu af stafrænni markaðssetningu og vitum hvernig netverslun er best í stakk búin til að ná þeim árangri sem henni er ætlað að skila.
Klick netverslanir
Sérhönnuð Shopify-verslun
Samþætt markaðs- og gagnainnsýn
Öruggt og áreiðanlegt
Skalanlegar lausnir
Stuðningur og viðhald
Ítarleg þróun
Við vinnum með fjölbreyttum hópi fyrirtækja – allt frá sprotum til rótgróinna vörumerkja. Markmiðin eru þau sömu: að skapa veflausnir sem fanga athyglina, virka og stuðla að vexti.
Viðskiptavinir okkar
Klick teymið
Við vinnum með fyrirtækjum af öllum stærðum
Hjá Klick starfar kraftmikið og hæfileikaríkt teymi sem kappkostar að veita fyrsta flokks þjónustu í vefsíðugerð, uppsetningu netverslana á Shopify og stafrænni markaðssetningu.